Gagnlegar upplýsingar um

Orlofshús MM í Öndverðarnesi

Umgengnisreglur:

Í húsinu eru rúm fyrir 8 manns, 2 x tvíbreið rúm og 4 x kojur.

1. Húsið er leigt með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum.
2. Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón, sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dveljast á hans vegum í húsinu á leigutíma.
3. Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi, ræsta húsið við brottför og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað.
4. Leigjandi skal koma til dvalar í húsinu á skiptidegi þ.e vikuleiga er föstudagur kl: 14:00 og skilar kl:12:00 á föstudegi , helgarleiga er föstudagur kl: 14:00 og skilar kl: 16:00 á sunnudegi.
5. Leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, sápu, uppþvottalög, viskastykki, sængurver, lök , koddaver og salernispappír.
6. Leigjandi skal ganga vel um staðinn og gæta þess að spilla ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt.
7. Óheimilt er að hafa hunda, ketti eða önnur gæludýr með sér í orlofsfshúsið.
8. Lesið vel leiðbeiningar - Haldgóðar upplýsingar- sem eru í möppu og skylt er að fara eftir.
9. Þegar komið er á svæðið er gott að athuga hvort það sé nægt gas á grillinu.
10. Leigutaki sér um að opna rafmagnshlið fyrir sína gesti með fjarstýringu þegar það á við.
11. Félagið áskilur sér rétt til að innheimta þrifagjald ef illa er gengið um og er það allt frá
10.000 kr.

UMGENGNI SÝNIR INNRI MANN - VIRÐUM EIGUR FÉLAGSINS

Sími umsjónarmanns er: 8616680